föstudagur, febrúar 06, 2009
Skriffinnur og Pirrtinnur
Tinna er formlega flutt.
Búin að færa lögheimið.
Ég þurfti að standa í röð til að gera það.
Þar stóð ég þangað til röðin var komin að mér eins og siðmenntuðu fólki sæmir.
Þá sagði daman bak við glerið að ég þyrfti að fylla út bláa og hvíta blaðið sem væri við innganginn.
Af því loknu fékk að standa aftur í sömu röð til þess að rétta dömunni góðu blaðið svo hún gæti sett svona stimpil á það.
Þetta tók ógeðslega f****** he******* ands**** langan tíma og ég var ekki spurð um skilríki eða neitt.
Mín spurning er: Afhverju er þetta ekki hægt á netinu?
Og ef einhver segir mér að þetta sé alveg hægt á netinu mun ég láta lóga viðkomandi.
Eða færa lögheimili viðkomandi á Neskaupsstað.
Það er víst ekkert mál fyrst maður þarf ekkert að sanna hver maður er þarna á Hagstofu Íslands.
Ehh.
Ég er búin að pakka upp og koma mér fyrir.
Fyrst var svolítið erfitt að koma sér þægilega fyrir vegna húsgagnaskorts.
Það er búið að kippa því í liðinn núna og við erum með tvo sófa.
Einn sófi á mann!
Er það lífið eða hvað?
Já, guli sumarbústaðurinn okkar Evu er alltaf að verða heimilislegri.
Reyndar var mér lúmskt sparkað út í kvöld.
Ég er ekki húsum hæf þegar kemur að matarboðum.
Þannig að ég er í gráa braggaþaks endaraðhúsinu pabbans.
Pabbinn keyrir rauðan Opel.
Ég og pabbinn erum ógeðslega hipp og kúl.
tisa at 19:01
1 comments